140
1-2 Ó, Drottinn, frelsaðu mig frá vondum mönnum. Verndaðu mig gegn ofbeldismönnunum
3 sem sitja á svikráðum alla daga og vekja ófrið.
4 Orð þeirra eru eins og eitruð höggormsbit.
5 Varðveittu mig gegn ofbeldi þeirra og svikráðum.
6 Þessir ofríkismenn hafa lagt gildru fyrir mig, sett út snöru sína. Þeir bíða þess að geta kastað yfir mig neti, flækja mig í möskva sína.
7-8 Ó, Drottinn, þú ert minn Guð! Hlustaðu á grátbeiðni mína! Láttu ekki svikráð níðinganna heppnast.
9 Láttu þá ekki ná árangri eða hreykja sér hátt.
10 Svikráð þeirra komi þeim sjálfum í koll!
11 Eldsglóðum rigni yfir þá. Steyptu þeim í gjár sem þeir komast ekki úr.
12 Láttu lygara einskis ávinnings njóta í landi okkar, en refsaðu þeim í skyndi.
13 Drottinn mun örugglega rétta hlut fólks sem þolað hefur ofsóknir þeirra, hann mun flytja mál hinna snauðu.
14 Hinir guðhræddu þakka þér. Þeir fá að lifa í nálægð þinni.