75
1-2 Þökk sé þér Drottinn! Máttarverk þín staðfesta umhyggju þína.
3 „Já,“ svarar Drottinn, „og þegar stundin er komin mun ég refsa öllum illgjörðamönnum!
4 Þótt jörðin nötri og íbúar hennar skjálfi af ótta, eru undirstöður hennar traustar, enda verk handa minna!“
5 Ég sagði hinum hrokafullu að láta af drambi sínu og illmennunum að hætta sínum ögrandi augnagotum,
6 að láta af þrjósku og hroka.
7 Velgengni og völd getur enginn þakkað sér sjálfum,
8 allt eru það gjafir frá Guði. Hann upphefur einn, en niðurlægir annan.
9 Drottinn heldur á bikar fullum af freyðandi víni – það er dómurinn gegn illmennum heimsins. Þau skulu drekka hann í botn!
10 En ég mun vegsama Guð um aldur og ævi.
11 Styrkur hinna óguðlegu verður að engu, en réttlátir skulu ríkja með reisn.