97
1 Drottinn er konungur! Allur heimurinn gleðjist! Fagnið þið eyjar við ysta haf!
2 Tignarleg ský umlykja hann. Réttlæti og réttvísi eru undirstöður hásætis hans.
3 Eldur gengur út frá honum og eyðir öllum óvinum hans.
4 Elding hans leiftrar og lýsir upp jörðina. Heimurinn skelfur af ótta.
5 Fjöllin bráðna eins og vax fyrir Drottni.
6 Himnarnir kunngera réttlæti hans og allar þjóðir sjá dýrð hans.
7 Allir skurðgoðadýrkendur verða til skammar – þeir sem stæra sig af falsguðum – því að allir slíkir guðir verða að beygja sig fyrir Drottni.
8-9 Jerúsalem og borgirnar í Júda hafa heyrt af réttvísi þinni, Drottinn, og fagna, því að þú ríkir með reisn yfir allri jörðinni og ert hátt yfir alla aðra guði hafinn.
10 Drottinn elskar þá sem hata hið illa. Hann verndar líf fylgjenda sinna og frelsar þá undan óguðlegum.
11 Ljós skal lýsa hinum réttlátu og gleði hlotnast hinum góðu.
12 Allir réttlátir fagni fyrir Drottni og vegsami hans heilaga nafn.